Útlánatöp ógna ekki bönkunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ásgeir Jónsson segir að það hafi verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafi að einhverju leyti tekið þátt í því. Fréttablaðið/Ernir Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00