Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:30 Örlög Boeing 737 MAX 8 vélanna kunna að ráðast á allra næstu dögum. Fréttablaðið/Anton Brink Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45
Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15