Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur: „Margir á Íslandi vita ekki einu sinni af reikningi mínum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2019 10:30 Eva Laufey ræddi við Ásu Steinarsdóttur. Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira