Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:28 Það var stutt í hláturinn á breska þinginu í kvöld. AP/Jessica Taylor Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45