Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2019 19:00 Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hvetur þingheim til að samþykkja útgöngusáttmálann. John Bercow, þingforseti, fylgist með. Mynd/Breska þingið Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28