Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:49 Andstæðingur Brexit mótmælir við breska þinghúsið. Breska þjóðin er klofin í tvær svipað stórar fylkingar í afstöðunni til útgöngunnar. Vísir/EPA Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47
Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55