Erlent

Enn ein at­kvæða­greiðslan um Brexit á breska þinginu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May á leiðinni á þingið í gærkvöldi.
Theresa May á leiðinni á þingið í gærkvöldi. vísir/getty
Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi.

Samningur May var kolfelldur í þinginu með 149 atkvæða mun. Ríkisstjórnin mun funda um málið núna klukkan átta og síðan verða gefnar út leiðbeiningar til fyrirtækja um hvernig tollamálum og landamærunum að Írlandi verði háttað, fari svo að enginn samningur líti dagsins ljós.

Theresa May segir að í atkvæðagreiðslunni í kvöld fái þingmenn Íhaldsflokksins frítt spil um hvernig þeir kjósa að haga atkvæði sínu, það er að segja, þar á sannfæring að ráða, en ekki flokkslínan.

Ef tillagan verður samþykkt, það er að segja, ef þingmenn hafna því að hætta í ESB án samnings, verður kosið um það á fimmtudaginn hvort fresta beri útgöngu Breta, sem að óbreyttu mun eiga sér stað þann 29. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Brexit-samningur May felldur aftur

Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×