Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. mars 2019 07:15 Fossvogsskóla var lokað í gær fram á haust. Vísir/Sigtryggur Ari „Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
„Þau eru ennþá húsnæðislaus, blessuð börnin,“ segir Erna Björk Häsler, foreldri tveggja barna í Fossvogsskóla. Síðasti kennsludagurinn í bili var í Fossvogsskóla í gær. Skólastarfinu var hætt í kjölfar þess að skoðun verkfræðistofunnar Verkís leiddi í ljós umfangsmikla myglu í húsnæðinu. Reykjavíkurborg hefur sagst ætla að ráðast í endurbætur sem á að verða lokið áður en skólahald hefst haustið 2019. Í fyrradag var foreldrum barna í Fossvogsskóla sendur póstur um að búið væri að leysa húsnæðisvanda skólans út vorönnina. „Það er okkur sérstök ánægja að geta greint frá því að niðurstaða sé komin í húsnæðismál Fossvogsskóla út þetta skólaár,“ sagði í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar, sendu foreldrum. „Reykjavíkurborg mun leigja húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi. Þar er hentugt húsnæði sem Kópavogur nýtti sér þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Hægt er að koma fyrir kennslu allra árganga Fossvogsskóla í húsnæðinu og er það ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn,“ sagði í tölvupóstinum. En fljótt skipast veður í lofti. Í Réttarholtsskóla var fundur í gær með foreldrum í Fossvogsskóla. Á fjölmennum fundi með foreldrum í gær tilkynntu skólastjórnendur og fulltrúar borgarinnar að ekkert yrði af því að skólastarf hæfist í Fannborg 2 á mánudag. Við skoðun á húsnæðinu komu í ljós lekaskemmdir og ekki þótti boðlegt að senda börnin úr myglunni í Fossvogsskóla í slíkt óvissuhúsnæði. „Eru þessi tíðindi mikil vonbrigði. Eins og kom fram á fundinum verður haldið áfram að leita að heppilegu húsnæði fyrir skólastarfið og munum við senda foreldrum upplýsingar um framvindu málsins á morgun [í dag],“ segir í pósti Aðalheiðar skólastjóra sem sendur var foreldrum á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Fólk er í sjokki yfir að það hafi þurft foreldra til að flagga þessu; að það sé ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, vitandi að það væri leki,“ segir Erna aðspurð um stemninguna meðal foreldra. Hún vísar þar til þess að þurft hafi mikla eftirgangsmuni foreldra til að fá ítarlega úttekt á rakaskemmdum í Fossvogsskólanum. Kanna á ástandið í Fannborg og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á mánudag. Erna hrósar skólayfirvöldum fyrir að hafa ekki farið þar inn að óathuguðu máli. „Það var aðallega nefnt húsnæði í Laugardal; meðal annars hjá KSÍ og Þróttarheimilið,“ segir hún um aðra möguleika sem nefndir voru á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06