Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira