Sport

Þjálfari Gunnars gæti misst af bardaganum í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, mun vera í horninu í kvöld en gæti þurft að finna mann til að fylla skarð Kavanagh í kvöld. Hér eru þeir á góðri stundu.
Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, mun vera í horninu í kvöld en gæti þurft að finna mann til að fylla skarð Kavanagh í kvöld. Hér eru þeir á góðri stundu. vísir/hbg
Það mun standa tæpt að þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, nái að vera í horninu hjá okkar manni í kvöld.

Írinn er búinn að vera á ferð og flugi og einn af skjólstæðingum hans var að keppa í Asíu í gær. Hann er því að fljúga til London frá Hong Kong sem tekur ansi mikinn tíma.





Vegna vandræða og seinkana komst Kavanagh ekki í loftið á þeim tíma sem hann átti að fara. Fyrir vikið er ljóst að hann getur ekki verið í horninu hjá John Phillips í kvöld en hann berst mun fyrr en Gunni.

Er Kavanagh lendir verður sprettur að komast upp í 02-höllina og það er ekkert grín að koma sér þangað miðað við hvað umferðin gengur hægt í London.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×