Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 10:10 Vinir Zakaraia Bhuiyan, sem er enn saknað halda uppi myndum af honum í Christchurch. EPA/AAP Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31