Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 23:29 Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins. Mynd/Icelandair. Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira