Sagðist innblásinn af Anders Breivik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:00 Nýsjálendingar minnast þeirra sem féllu í fólskulegri hryðjuverkaárás á föstudag. NordicPhotos/Getty „Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
„Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10