Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:40 Samfélagsmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir í kjölfar árásarinnar. Vísir/AP Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00