Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 23:45 Það fór vel á með Bolsonaro og Trump.Brasilíski forsetinn afhenti Trump meðal annars treyju brasilíska knattspyrnulandsliðsins með nafni hans á bakinu. Vísir/EPA Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær.
Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira