Lög um samþykki – er það nóg? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun