Bjórkokteill fyrir þroskaðan smekk Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 10:30 Edison Banushi barþjónn segist myndu setja dökkt romm, engiferöl og Báru bjór í kokteil. Það klikki ekki. FBL/Eyþór Edison Banushi, barþjónn á Bryggjunni Brugghúsi, segir að Íslendingar séu ekki komnir á bragðið með bjórkokteila. Hins vegar hafi þekking á bjór aukist mjög mikið hér á landi. Margir koma á barinn til að smakka nýja bjóra sem ekki ekki eru fjöldaframleiddir og fást bara í stuttan tíma. Það er helst ef fólk er að koma frá heitari löndum sem það biður um bjórkokteil. Vinsældir alls kyns kokteila eru þó alltaf að aukast. „Við höfum bent gestum á bjórkokteila, sérstaklega þeim sem hafa áhuga á betri bjórtegundum. Við erum farnir að brugga sætari bjóra og þá er mjög gott að nota í bjórkokteila. Einnig má nota lagerbjór en skemmtilegast er að nota þessa sérbrugguðu bjóra,“ segir Edison. Þegar hann er spurður hvaða bjórar séu vinsælastir, svarar hann að lagerbjórinn sé alltaf í fyrsta sæti. „Svokallaðir pale bjórar hafa þó verið að auka vinsældir sínar og sömuleiðis English bitter. Hann er reyndar orðinn mjög vinsæll. Bjóráhugafólk sættir sig ekki við hvað sem er og margir eru tilbúnir að borga aðeins meira fyrir meiri gæði. Það er líka skemmtilegt að margir eru farnir að spyrja hversu mikið IBU sé í bjórnum en það er alþjóðlegur mælikvarði á biturleikann. Þekkingin á bruggun er alltaf að aukast,“ segir hann. Edison segir að ef einhver kæmi á barinn núna og bæði um bjórkokteil myndi hann líklegast setja í hann dökkt romm, engiferöl og hveitibjór sem nefnist Bára. „Þessi blanda fer rosalega vel saman og þetta er fínn drykkur,“ segir hann. Michelada er góður og frískandi kokteill sem vert er að smakka. Nokkrir góðir bjórkokteilar Vandaður bjór er stútfullur af skemmtilegum bragðefnum sem henta vel í kokteila,segir á vefsíðu BBC Good Food, en þar eru gefnar nokkrar uppskriftir. Það getur verið gaman að blanda bjórdrykki. Hvaða bjór á að nota fer svolítið eftir því hversu þekkingin er mikil á hinum mismunandi miði. Kryddjurtir, appelsínu- eða sítrónusafi geta hentað fullkomlega í bjór. Gin hentar ágætlega í lagerbjór. Þegar notaður er stout bjór er best að nota súkkulaðibragð eða kaffi. Alls ekki setja hveitibjór eða stout saman við tómatsafa og ekki nota rjómalíkjöra saman við bjór. Michelada Hér er kokteill sem jafnvel bjórhatarar eru hrifnir af. Hann er bragðgóður og borinn fram í lítilli bjórkönnu. Uppskriftin er fyrir eitt glas. Setjið safa úr einni límónu í skál. Notið síðan límónuna til að strjúka eftir börmum glassins sem drekka skal úr. Setjið salt á disk og hvolfið glasinu þar ofan í þannig að saltrönd þeki barmana. Setjið ísmola í glasið, síðan tekíla og límónusafann. Hrærið smávegis en bætið síðan lagerbjór saman við. Smá sletta af Worcestershire-sósu fer út í síðast. Skreytið með sneið af límónu. Espresso stout Þessi uppskrift miðast við tvö glös. Setjið 25 ml af köldu espresso kaffi í könnu. Því næst er bætt í 25 ml af Kahlua kaffilíkjör. Hrærið aðeins. Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma. Þá er bætt út í 250 ml af stout bjór. Hrærið aðeins og setjið í tvö há bjórglös sem breikka að ofanverðu. Posh ginger shandy Setjið eina lúku af ísmolum í kokteilhristara ásamt safa úr tveimur sítrónum. Þá er bætt við einni matskeið af Ginger cordial kokteil og einni matskeið af Ginger wine. Hristið. Setjið blönduna í tvö martiniglös og fyllið upp með hveitibjór. Skreytið með rifinni, ferskri engiferrót. Campari IPA Fyrir þennan drykk eru notuð tvö lág viskíglös. Setjið tvo til þrjá ísmola í hvort glas. Þá er 50 ml af Campari hellt yfir ísinn og síðan fyllt upp með IPA bjór (Indian pale ale). Setjið loks smávegis sódavatn með appelsínubragði saman við. Skreytið með smávegis appelsínuberki. Hindberjabjór-mojito Í þennan drykk þarf tvö há glös. Skiptið á milli þeirra einni niðurskorinni límónu og 50 ml af krydduðu rommi. Merjið límónuna með þar til gerðum staut þannig að safinn blandist romminu. Bætið við ísklökum og ferskri mintu. Út í þetta fer hindberjabjór. Skreytið með nokkrum hindberjum. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Drykkir Kokteilar Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Edison Banushi, barþjónn á Bryggjunni Brugghúsi, segir að Íslendingar séu ekki komnir á bragðið með bjórkokteila. Hins vegar hafi þekking á bjór aukist mjög mikið hér á landi. Margir koma á barinn til að smakka nýja bjóra sem ekki ekki eru fjöldaframleiddir og fást bara í stuttan tíma. Það er helst ef fólk er að koma frá heitari löndum sem það biður um bjórkokteil. Vinsældir alls kyns kokteila eru þó alltaf að aukast. „Við höfum bent gestum á bjórkokteila, sérstaklega þeim sem hafa áhuga á betri bjórtegundum. Við erum farnir að brugga sætari bjóra og þá er mjög gott að nota í bjórkokteila. Einnig má nota lagerbjór en skemmtilegast er að nota þessa sérbrugguðu bjóra,“ segir Edison. Þegar hann er spurður hvaða bjórar séu vinsælastir, svarar hann að lagerbjórinn sé alltaf í fyrsta sæti. „Svokallaðir pale bjórar hafa þó verið að auka vinsældir sínar og sömuleiðis English bitter. Hann er reyndar orðinn mjög vinsæll. Bjóráhugafólk sættir sig ekki við hvað sem er og margir eru tilbúnir að borga aðeins meira fyrir meiri gæði. Það er líka skemmtilegt að margir eru farnir að spyrja hversu mikið IBU sé í bjórnum en það er alþjóðlegur mælikvarði á biturleikann. Þekkingin á bruggun er alltaf að aukast,“ segir hann. Edison segir að ef einhver kæmi á barinn núna og bæði um bjórkokteil myndi hann líklegast setja í hann dökkt romm, engiferöl og hveitibjór sem nefnist Bára. „Þessi blanda fer rosalega vel saman og þetta er fínn drykkur,“ segir hann. Michelada er góður og frískandi kokteill sem vert er að smakka. Nokkrir góðir bjórkokteilar Vandaður bjór er stútfullur af skemmtilegum bragðefnum sem henta vel í kokteila,segir á vefsíðu BBC Good Food, en þar eru gefnar nokkrar uppskriftir. Það getur verið gaman að blanda bjórdrykki. Hvaða bjór á að nota fer svolítið eftir því hversu þekkingin er mikil á hinum mismunandi miði. Kryddjurtir, appelsínu- eða sítrónusafi geta hentað fullkomlega í bjór. Gin hentar ágætlega í lagerbjór. Þegar notaður er stout bjór er best að nota súkkulaðibragð eða kaffi. Alls ekki setja hveitibjór eða stout saman við tómatsafa og ekki nota rjómalíkjöra saman við bjór. Michelada Hér er kokteill sem jafnvel bjórhatarar eru hrifnir af. Hann er bragðgóður og borinn fram í lítilli bjórkönnu. Uppskriftin er fyrir eitt glas. Setjið safa úr einni límónu í skál. Notið síðan límónuna til að strjúka eftir börmum glassins sem drekka skal úr. Setjið salt á disk og hvolfið glasinu þar ofan í þannig að saltrönd þeki barmana. Setjið ísmola í glasið, síðan tekíla og límónusafann. Hrærið smávegis en bætið síðan lagerbjór saman við. Smá sletta af Worcestershire-sósu fer út í síðast. Skreytið með sneið af límónu. Espresso stout Þessi uppskrift miðast við tvö glös. Setjið 25 ml af köldu espresso kaffi í könnu. Því næst er bætt í 25 ml af Kahlua kaffilíkjör. Hrærið aðeins. Kælið í ísskáp í um það bil hálftíma. Þá er bætt út í 250 ml af stout bjór. Hrærið aðeins og setjið í tvö há bjórglös sem breikka að ofanverðu. Posh ginger shandy Setjið eina lúku af ísmolum í kokteilhristara ásamt safa úr tveimur sítrónum. Þá er bætt við einni matskeið af Ginger cordial kokteil og einni matskeið af Ginger wine. Hristið. Setjið blönduna í tvö martiniglös og fyllið upp með hveitibjór. Skreytið með rifinni, ferskri engiferrót. Campari IPA Fyrir þennan drykk eru notuð tvö lág viskíglös. Setjið tvo til þrjá ísmola í hvort glas. Þá er 50 ml af Campari hellt yfir ísinn og síðan fyllt upp með IPA bjór (Indian pale ale). Setjið loks smávegis sódavatn með appelsínubragði saman við. Skreytið með smávegis appelsínuberki. Hindberjabjór-mojito Í þennan drykk þarf tvö há glös. Skiptið á milli þeirra einni niðurskorinni límónu og 50 ml af krydduðu rommi. Merjið límónuna með þar til gerðum staut þannig að safinn blandist romminu. Bætið við ísklökum og ferskri mintu. Út í þetta fer hindberjabjór. Skreytið með nokkrum hindberjum.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Drykkir Kokteilar Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira