Fyrirtækið Advania greinir nú frá því að búið sé að gera við bilum í hýsingarumhverfi fyrirtækisins sem hefur haft áhrif á vefi fjölda fyrirtækja og stofnana í dag.
Hafði bilunin meðal annars áhrif á vef Strætó, Ríkisskattstjóra, Knattspyrnusamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands og Vísi.
Í tilkynningu frá Advania segir að bilunin hafi valdið því meðal annars að tölvukerfi viðskiptavina fyrirtækisins lágu niður um tíma en allir opinberir vefir séu nú komnir upp aftur.
