Erlent

Miklir kjarreldar í Ástralíu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá fyrri eldsvoða í Bunyip-þjóðgarðinum.
Frá fyrri eldsvoða í Bunyip-þjóðgarðinum. Getty/The Age
Miklir kjarreldar geisa nú í Viktoríuríki Ástralíu, fimm byggingar hafa orðið eldinum að bráð og búist er við meiri skemmdum vegna erfiðleika við slökkvistarf. Guardian greinir frá.

Talið er að eldurinn eigi upptök sín í eldingum sem sló niður í þurran jarðveg, allt að 40 gráðu hiti hefur verið í Viktoríu undanfarið.

Umsvifamesti eldurinn brennur nú í Bunyip þjóðgarðinum um 65 kílómetra austur af Melbourne. Samkvæmt yfirvöldum hafa 6.500 hektarar orðið eldi að bráð. Íbúar bæja í nágrenninu hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín vegna eldhættu.

Yfir 300 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana bæði úr lofti og láði. Tíu loftför og yfir 100 tankbílar eru þeim innan handar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×