Eiga allir að grauta í öllu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2019 13:07 Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun