Bjóða um 5,5 prósenta hlut í Fossum til sölu Hörður Ægisson skrifar 6. mars 2019 07:30 Þorbjörn Atli Sveinsson. Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, verðbréfamiðlarar og meðeigendur að Íslenskum fjárfestum, leita nú kaupenda að samtals 5,5 prósenta hlut sínum í A-flokki hlutabréfa í Fossum Mörkuðum. Óformlegar viðræður við áhugasama fjárfesta hafa átt sér stað á undanförnum vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þorbjörn Atli og Gunnar Freyr, sem voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015, sögðu upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu í mars í fyrra og gengu til liðs við Íslenska fjárfesta um sjö mánuðum síðar. Deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði um verðmæti eignarhluta þeirra í félaginu í tengslum við innlausn á hlutabréfunum. Stærstu hluthafar Fossa eru Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarformaður, Haraldur I. Þórðarson, forstjóri, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaða. Ágreiningurinn hefur farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var málið þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Til stendur að tveir dómkvaddir matsmenn verði skipaðir til að fá úr því skorið hvert sé markaðsvirði eignarhluta Þorbjörns Atla og Gunnars Freys, sem þeir eiga í gegnum félögin Norðurvör og Selsvelli, í Fossum Mörkuðum. Hagnaður Fossa í fyrra nam um 258 milljónum króna fyrir skatta og dróst saman um liðlega 55 milljónir milli ára. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 56 milljónir og voru samtals 855 milljónir króna. Heildareignir Fossa voru um 546 milljónir í árslok 2018 og nam eigið fé félagsins um 388 milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, verðbréfamiðlarar og meðeigendur að Íslenskum fjárfestum, leita nú kaupenda að samtals 5,5 prósenta hlut sínum í A-flokki hlutabréfa í Fossum Mörkuðum. Óformlegar viðræður við áhugasama fjárfesta hafa átt sér stað á undanförnum vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þorbjörn Atli og Gunnar Freyr, sem voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015, sögðu upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu í mars í fyrra og gengu til liðs við Íslenska fjárfesta um sjö mánuðum síðar. Deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði um verðmæti eignarhluta þeirra í félaginu í tengslum við innlausn á hlutabréfunum. Stærstu hluthafar Fossa eru Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarformaður, Haraldur I. Þórðarson, forstjóri, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaða. Ágreiningurinn hefur farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var málið þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Til stendur að tveir dómkvaddir matsmenn verði skipaðir til að fá úr því skorið hvert sé markaðsvirði eignarhluta Þorbjörns Atla og Gunnars Freys, sem þeir eiga í gegnum félögin Norðurvör og Selsvelli, í Fossum Mörkuðum. Hagnaður Fossa í fyrra nam um 258 milljónum króna fyrir skatta og dróst saman um liðlega 55 milljónir milli ára. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 56 milljónir og voru samtals 855 milljónir króna. Heildareignir Fossa voru um 546 milljónir í árslok 2018 og nam eigið fé félagsins um 388 milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira