Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2019 20:00 Sonja Dís ásamt foreldrum sínum, Björk og Borgþóri. Vísir/Baldur Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. Þeir setja aftur á móti spurningamerki við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og segja foreldra verulega áhyggjufulla um að börn þeirra hafi smitast af mislingum. Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga og vikur, tveir fullorðnir og tvö börn. Annað barnanna sem hafa greinst var á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þeirra á meðal er Sonja Dís sem er rétt rúmlega sautján mánaða en foreldrar hennar segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við en þau segjast skynja áhyggjur meðal foreldra. „Þetta er náttúrlega bara yndislegt fólk sem að vinnur þarna og fagmenn og gerðu þetta bara mjög vel og fallega og var held ég bara ekkert síður brugðið heldur en foreldrunum,“ segir Björk Baldvinsdóttir, móðir Sonju Dísar. Nokkur óvissa ríki meðal foreldra. „Við þekkjum ekki einkennin nógu vel og er svona óöruggur með þetta allt saman,“ segir Borgþór Grétarsson, faðir Sonju Dísar. Þau og fleiri foreldrar barna á leikskólanum sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja að heilbrigðisyfirvöld hefðu getað brugðist við með skýrari hætti.Sjá einnig: Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga„Almennt heyrir maður það í kringum sig að fólk sem er með ung börn í kringum sig er bara svolítið slegið og með mikið af spurningum þannig að maður er vissulega mjög áhyggjufullur yfir þessu. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt að þetta sé komið upp aftur,“ segir Björk. „Auðvitað vonum við bara það besta og að þetta sleppi til í þetta sinnið og að nú skapist tilefni til að bæta og breyta ferlum sem fara í gang þegar svona kemur upp því þetta eru orðnar raunverulegar aðstæður. Einhversstaðar í ferlinu klikkar eitthvað sem verður til þess að þessar aðstæður skapast en maður hélt hreinlega að þetta ætti ekki að geta gerst.“ Móðir 11 mánaða drengs sem fréttastofa ræddi við í dag segir það grafalvarlegt ef foreldrar barnsins sem veiktist hafi fengið rangar upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar að foreldrar barnsins sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. „Það sem að ég set stóra spurningamerkið við, alveg frá A til Ö, er það hver hleypti barninu í leikskólann? Ef að foreldrar fengu þessar upplýsingar þá þarf að finna út hver gaf þessar upplýsingar. Vegna þess að það er bara eitthvað sem þarf að fara til Landlæknis ef að heilbrigðisstarfsmaður fer gegn tilmælum Landlæknis um svona smit,“ segir móðirin sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Barn á öðrum leikskóla heima Þótt aðeins sé vitað um smit á Hnoðrakoti eru líka uppi áhyggjur á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. „Það er barn hjá okkur sem var í samneyti með börnum af leikskólanum í Hnoðraholti síðastliðinn sunnudag. Þannig að það er visst ferli í gangi hjá okkur núna varðandi það,“ segir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi. Sóttvarnalæknir var látinn vita strax en Berglind kveðst vongóð um að smit hafi ekki átt sér stað. Engin áhætta verði þó tekin og er barnið því heima sem stendur. „Fólk er áhyggjufullt. Við erum með í kringum 24 börn sem eru undir 18 mánaða og hafa ekki fengið bólusetningu en einhverjir foreldrar hafa haft samband og eru að fara með börnin sín í bólusetningu í dag,“ segir Berglind. Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi.Vísir/Baldur Bólusetningar Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. Þeir setja aftur á móti spurningamerki við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og segja foreldra verulega áhyggjufulla um að börn þeirra hafi smitast af mislingum. Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga og vikur, tveir fullorðnir og tvö börn. Annað barnanna sem hafa greinst var á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þeirra á meðal er Sonja Dís sem er rétt rúmlega sautján mánaða en foreldrar hennar segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við en þau segjast skynja áhyggjur meðal foreldra. „Þetta er náttúrlega bara yndislegt fólk sem að vinnur þarna og fagmenn og gerðu þetta bara mjög vel og fallega og var held ég bara ekkert síður brugðið heldur en foreldrunum,“ segir Björk Baldvinsdóttir, móðir Sonju Dísar. Nokkur óvissa ríki meðal foreldra. „Við þekkjum ekki einkennin nógu vel og er svona óöruggur með þetta allt saman,“ segir Borgþór Grétarsson, faðir Sonju Dísar. Þau og fleiri foreldrar barna á leikskólanum sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja að heilbrigðisyfirvöld hefðu getað brugðist við með skýrari hætti.Sjá einnig: Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga„Almennt heyrir maður það í kringum sig að fólk sem er með ung börn í kringum sig er bara svolítið slegið og með mikið af spurningum þannig að maður er vissulega mjög áhyggjufullur yfir þessu. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt að þetta sé komið upp aftur,“ segir Björk. „Auðvitað vonum við bara það besta og að þetta sleppi til í þetta sinnið og að nú skapist tilefni til að bæta og breyta ferlum sem fara í gang þegar svona kemur upp því þetta eru orðnar raunverulegar aðstæður. Einhversstaðar í ferlinu klikkar eitthvað sem verður til þess að þessar aðstæður skapast en maður hélt hreinlega að þetta ætti ekki að geta gerst.“ Móðir 11 mánaða drengs sem fréttastofa ræddi við í dag segir það grafalvarlegt ef foreldrar barnsins sem veiktist hafi fengið rangar upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar að foreldrar barnsins sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. „Það sem að ég set stóra spurningamerkið við, alveg frá A til Ö, er það hver hleypti barninu í leikskólann? Ef að foreldrar fengu þessar upplýsingar þá þarf að finna út hver gaf þessar upplýsingar. Vegna þess að það er bara eitthvað sem þarf að fara til Landlæknis ef að heilbrigðisstarfsmaður fer gegn tilmælum Landlæknis um svona smit,“ segir móðirin sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Barn á öðrum leikskóla heima Þótt aðeins sé vitað um smit á Hnoðrakoti eru líka uppi áhyggjur á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. „Það er barn hjá okkur sem var í samneyti með börnum af leikskólanum í Hnoðraholti síðastliðinn sunnudag. Þannig að það er visst ferli í gangi hjá okkur núna varðandi það,“ segir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi. Sóttvarnalæknir var látinn vita strax en Berglind kveðst vongóð um að smit hafi ekki átt sér stað. Engin áhætta verði þó tekin og er barnið því heima sem stendur. „Fólk er áhyggjufullt. Við erum með í kringum 24 börn sem eru undir 18 mánaða og hafa ekki fengið bólusetningu en einhverjir foreldrar hafa haft samband og eru að fara með börnin sín í bólusetningu í dag,“ segir Berglind. Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar í Grafarvogi.Vísir/Baldur
Bólusetningar Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira