Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28
„Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55