Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag. Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um mislingasmit. Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann. Mislingasmitið kom til landsins með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Þrír smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða, karlmaður, ellefu mánaða gamalt barn og átján mánaða gamalt barn en hér á landi eru börn ekki bólusett fyrir mislingum fyrr en átján mánaða. Nú eru tugir í sóttkví sem umgengust þá smituðu áður en þeir greindust. Átján mánaða gamla barnið fór einn dag á leikskólann á meðan það var enn smitandi og eru nú tuttugu óbólusett börn af leikskólanum heima í sóttkví. Þá eru fjórtán óbólusett börn af leikskóla á Reyðarfirði heima í sóttkví en annar hinna smituðu manna hafði farið inn á leikskólann. Auk þessa fengu um tuttugu foreldrar sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica á síðastliðinn sunnudag bréf frá sóttvarnalækni á þriðjudag vegna þess að átján mánaða gamla barnið hafði verið þar á sama tíma á börn þeirra. Þar eru þeir sem voru með óbólusett börn á biðstofunni beðnir um að vera heim í sautján daga. Ástæða þess að átján mánaða gamla barnið var ekki í sóttkví er sú að foreldrarnir höfðu fengið upplýsingar um að það hefði ekki smitast. Sóttvarnalæknir segir ástæðuna vera mistúlkun heilbriðisstarfsmanna á mislingaprófi. Prófið hafi verið tekið of snemma, en niðurstöður eru ekki áreiðanlegar fyrr en einkenni eru komin fram. „Það er ekki algengt að menn séu að túlka niðurstöður úr mislingaprófi,“ segir Þórólfur. Mistök á túlkun prófsins séu skiljanleg. Barnið hafi fengið inflúensu á sama tíma sem hafi verið villandi. „Þau eru óheppileg. Það getur auðvitað alltaf komið fyrir að próf eru ekki túlkuð alveg rétt en sem betur fer kemur það sjaldan fyrir,“ segir Þórólfur sem nú vinnur að því að senda læknum bréf þar sem hann áréttar hvenær eigi að taka prófið og hvernig eigi að túlka niðurstöðuna. Enn hafa engin ný mislingasmit komið fram, en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Þórólfur telur að hugsanlega muni fleiri tilfelli koma upp. „En það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá og það munu verða rannsökuð fleiri sýni á næstunni.“ Þórólfur segir að ekki hafi smitast fleiri hér á landi í rúmlega fjörutíu ár. „Þegar við förum að fá fjögur tilfelli má alveg kalla það lítinn faraldur,“ segir Þórólfur. Nú sé vonandi búið að ná í alla sem talið er að gætu hafa smitast og því lítil hætta á mikið meiri útbreiðslu eins og staðan er í dag.
Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00