Óþrjótandi náttúruafl Alexandra Briem og Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 8. mars 2019 14:26 Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar