Óþrjótandi náttúruafl Alexandra Briem og Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 8. mars 2019 14:26 Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar