Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 11:55 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30