Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira