Jón Rúnar segir að það standi til að hann hætti sem formaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2019 10:56 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. Aðalfundur knattspyrnudeildar FH er í kvöld og þá er fastlega búist við því að hinn litríki formaður knattspyrnudeildarinnar, Jón Rúnar Halldórsson, stigi frá borði. Hjörvar Hafliðason knattspyrnuspekingur sagðist á Twitter hafa heimildir fyrir því að Jón Rúnar væri að hætta og sjálfur er formaðurinn þögull sem gröfin. „Það er ekki hægt að hætta í FH,“ sagði Jón Rúnar léttur og kátur er Vísir sló á þráðinn til hans í morgun en stígur hann til hliðar í kvöld? „Maður veit aldrei fyrr en eitthvað er orðið. Ég hef lært að það er ekkert fyrr en það er orðið. Það getur svo margt breyst.“ Eins og lesa má að ofan var formaðurinn ekki áfjáður í að tjá sig um fyrirætlanir sínar í kvöld en eftir að hafa gengið á hann í nokkurn tíma sagði hann þó þetta. „Það stendur til en er ekkert fréttaefni fyrr en það er orðið. Ég hætti samt aldrei í FH. Ég kannski stíg frá en hætti ekkert í FH. Annars hef ég ekkert meira um málið að segja fyrr en að loknum fundi. Það er smá dulúð yfir þessu. Það er bara skemmtilegt.“ Það verður ekki auðvelt að feta í spor Jóns Rúnars, fari svo að hann hætti, enda er hann guðfaðir fótboltans í FH og maðurinn á bak við ótrúlega velgengni félagsins á öldinni.Uppfært klukkan 11.04: Viðar Halldórsson, formaður FH og bróðir Jóns Rúnars, staðfestir við fótbolta.net að það þurfi að bjóða sig fram þremur dögum fyrir aðalfund og það hafi Jón Rúnar ekki gert. Hann sé því að hætta. Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Aðalfundur knattspyrnudeildar FH er í kvöld og þá er fastlega búist við því að hinn litríki formaður knattspyrnudeildarinnar, Jón Rúnar Halldórsson, stigi frá borði. Hjörvar Hafliðason knattspyrnuspekingur sagðist á Twitter hafa heimildir fyrir því að Jón Rúnar væri að hætta og sjálfur er formaðurinn þögull sem gröfin. „Það er ekki hægt að hætta í FH,“ sagði Jón Rúnar léttur og kátur er Vísir sló á þráðinn til hans í morgun en stígur hann til hliðar í kvöld? „Maður veit aldrei fyrr en eitthvað er orðið. Ég hef lært að það er ekkert fyrr en það er orðið. Það getur svo margt breyst.“ Eins og lesa má að ofan var formaðurinn ekki áfjáður í að tjá sig um fyrirætlanir sínar í kvöld en eftir að hafa gengið á hann í nokkurn tíma sagði hann þó þetta. „Það stendur til en er ekkert fréttaefni fyrr en það er orðið. Ég hætti samt aldrei í FH. Ég kannski stíg frá en hætti ekkert í FH. Annars hef ég ekkert meira um málið að segja fyrr en að loknum fundi. Það er smá dulúð yfir þessu. Það er bara skemmtilegt.“ Það verður ekki auðvelt að feta í spor Jóns Rúnars, fari svo að hann hætti, enda er hann guðfaðir fótboltans í FH og maðurinn á bak við ótrúlega velgengni félagsins á öldinni.Uppfært klukkan 11.04: Viðar Halldórsson, formaður FH og bróðir Jóns Rúnars, staðfestir við fótbolta.net að það þurfi að bjóða sig fram þremur dögum fyrir aðalfund og það hafi Jón Rúnar ekki gert. Hann sé því að hætta.
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira