Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF Sighvatur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 11:45 Samtök ferðaþjónustunnar segja málið vera erfitt fyrir umræðu um bílaleigur landsins. Vísir/Hanna Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira