Leikstýrir Ronju án þess að skilja málið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Átta leikarar koma að grænlensku útgáfu Ronju og er hún því talsvert smærri í sniðum en Íslendingar hafa vanist. MYND/FINNUR ARNAR ARNARSON „Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira