Innlent

630 milljónir króna í geðheilbrigðisþjónustu

sSigurður Mikael Jónsson skrifar
Heilbrigðisráðuneytið
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að við ákvörðun um skiptinu fjárins milli umdæma hafi verið tekið mið af áætlunum stofnana um uppbyggingu og eflingu geðheilsuteyma, íbúafjölda í viðkomandi umdæmum og lýðheilsuvísum landlæknis.

Skiptingu fjárins má sjá á meðfylgjandi mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×