Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 23:15 Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Getty/Andrew Harrer Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34