„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:54 Þúsundir manna hafa flúið frá síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún. Írak Sýrland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún.
Írak Sýrland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira