Rami Malek snerti hjörtu heimsbyggðarinnar með fallegri ræðu Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2019 12:30 Malek talaði fallega til Lucy Boynton. Leikarinn Rami Malek hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína sem Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody og vann hann verðlaunin fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Malek er fyrstu kynslóða innflytjandi í Bandaríkjunum og fæddust báðir foreldrar hans í Egyptalandi. Þetta var fyrsta tilnefning Malek til Óskars á ferlinum og því fyrsti Óskarinn. „Guð minn góður. Mamma er einhverstaðar hérna inni. Vá hvað ég elska þig.“ Svona hófst þakkaræða Rami Malek í nótt og má með sanni segja að hann hafi verið sáttur við sigurinn. „Pabbi minn hefur ekki getað fylgst með mér í öllu þessu ferli en ég veit að hann er að horfa niður á mig að himnum ofan,“ sagði Malek sem þakkaði öllum þeim sem hjálpuðu honum að fá hlutverkið sem Freddie Mercury. „Ég var kannski ekki augljósa valið í þetta hlutverk, en það virðist hafa virkað,“ sagði Malek og uppskar hlátur fyrir vikið. „Við bjuggum til kvikmynd um samkynhneigðan mann sem var einnig innflytjandi en hann lifði lífi sínu algjörlega sem hann sjálfur. Ég er sjálfur sonur innflytjenda frá Egyptalandi og það er bara verið að skrifa hluta úr minni sögu núna. Ég mun varðveita þessa minningu það sem eftir er af ævi minni. Lucy Boynton, þú er hjartað í þessari mynd og þú ert ótrúlega hæfileikarík. Þú hefur stolið hjarta mínu,“ sagði Malek að lokum en hann og Boynton léku saman í Bohemian Rhapsody og hófu í kjölfarið ástarsamband. Hér að neðan má sjá ræðu Malek. Óskarinn Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21 Colman í sjokki þegar hún tók við Óskarnum Bretinn Olivia Colman fékk í nótt Óskarinn sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína sem Anna drottning í kvikmyndinni The Favorite. 25. febrúar 2019 10:30 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Leikarinn Rami Malek hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína sem Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody og vann hann verðlaunin fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Malek er fyrstu kynslóða innflytjandi í Bandaríkjunum og fæddust báðir foreldrar hans í Egyptalandi. Þetta var fyrsta tilnefning Malek til Óskars á ferlinum og því fyrsti Óskarinn. „Guð minn góður. Mamma er einhverstaðar hérna inni. Vá hvað ég elska þig.“ Svona hófst þakkaræða Rami Malek í nótt og má með sanni segja að hann hafi verið sáttur við sigurinn. „Pabbi minn hefur ekki getað fylgst með mér í öllu þessu ferli en ég veit að hann er að horfa niður á mig að himnum ofan,“ sagði Malek sem þakkaði öllum þeim sem hjálpuðu honum að fá hlutverkið sem Freddie Mercury. „Ég var kannski ekki augljósa valið í þetta hlutverk, en það virðist hafa virkað,“ sagði Malek og uppskar hlátur fyrir vikið. „Við bjuggum til kvikmynd um samkynhneigðan mann sem var einnig innflytjandi en hann lifði lífi sínu algjörlega sem hann sjálfur. Ég er sjálfur sonur innflytjenda frá Egyptalandi og það er bara verið að skrifa hluta úr minni sögu núna. Ég mun varðveita þessa minningu það sem eftir er af ævi minni. Lucy Boynton, þú er hjartað í þessari mynd og þú ert ótrúlega hæfileikarík. Þú hefur stolið hjarta mínu,“ sagði Malek að lokum en hann og Boynton léku saman í Bohemian Rhapsody og hófu í kjölfarið ástarsamband. Hér að neðan má sjá ræðu Malek.
Óskarinn Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21 Colman í sjokki þegar hún tók við Óskarnum Bretinn Olivia Colman fékk í nótt Óskarinn sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína sem Anna drottning í kvikmyndinni The Favorite. 25. febrúar 2019 10:30 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Tilfinningaþrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shallow einn af hápunktum Óskarsins Margir biðu með eftirvæntingu eftir flutningi þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born á Óskarsverðlaununum í nótt. 25. febrúar 2019 08:21
Colman í sjokki þegar hún tók við Óskarnum Bretinn Olivia Colman fékk í nótt Óskarinn sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína sem Anna drottning í kvikmyndinni The Favorite. 25. febrúar 2019 10:30
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15