Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 19:49 Jeremy Corbyn er leiðtogi Verkamannaflokksins. Vísir/Getty Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram.Breskir fjölmiðlar greina frá og vísa í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum. Þar segir að markmið flokksins sé að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings við ESB auk þess sem flokkurinn hafi ekki mikla trú á að Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, takist að landa viðunandi samningi sem njóti stuðnings þingmanna. Aðeins er rúmlega mánuður þangað til Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og hefur May staðið í ströngu við að reyna að semja við ESB um breytingar á samningi um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB, án árangurs.Guardian greinir frá því að fyrst um sinn muni forysta Verkamnnaflokksins beita sér fyrir því að breytingartillögur flokksins við Brexit-samningi forsætisráðherrans verði samþykktar, en þær fela meðal annars í sér að dagsetningu Brexit verði frestað náist ekki samningur fyrir 29. mars. Nái þær ekki fram að ganga muni flokkurinn snúa sér að því að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir eru þó um málið innan Verkamannaflokksins en í frétt Guardian segir að búist sé við því að fjöldi þingmanna flokksins muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu þingmenn hafa yfirgefið flokkinn á síðustu dögum, meðal annars vegna ósættis um stefnu flokksins í Brexit-málum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Vilja fresta útgöngu Bretlands úr ESB náist samningar ekki Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May telja betra að fresta útgöngu en að hrynja út úr ESB án samnings. 22. febrúar 2019 23:30
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09