Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 08:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00