Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 12:16 Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Vísir/EPA Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög. Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög.
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32