320 hermenn hafa flúið til Kólumbíu á fjórum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 16:53 Vesti hermannanna. AP/Christine Armario Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar. Kólumbía Venesúela Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira