Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 23:15 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar. Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent