Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 23:15 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar. Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira