Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Þrýstingur hefur verið á framlegð Haga undanfarið. Fréttablaðið/Sigtryggur Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira