Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 14:30 Michael Cohen á leið í sal stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30