Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30