Corbyn lýsir stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:09 Corbyn hefur fram að þessu staðið fast á því að Bretland verði að yfirgefa ESB í lok mars þrátt fyrir óróa innan eigin flokks. Vísir/EPA Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49