Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Íslandspóstur hefur nýtt umframhagnað af einkarétti árin 2016 og 2017 til að mæta tapi af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent