Fyrrverandi ráðgjafi stefnir Bandaríkjaforseta vegna árása eftir bókarskrif Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:05 Sims (t.v.) í spjallþætti Stephens Colbert þegar hann kynnti bók sína Nöðruliðið í lok janúar. Vísir/Getty Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09