Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 17:12 Carney varaði við því að Brexit væri ein birtingarmynd bakslags gegn alþjóðavæðingu síðustu ára og áratuga. Vísir/EPA Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira