Marín Manda Magnúsdóttir og Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, eiga von á barni.
Marín Manda er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiðla og í hönnunargeiranum en í sumar útskrifast hún með gráðu í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri.
Þetta er og verður viðburðaríkt ár hjá Marín og fjölskyldu því ekki aðeins er hún að útskrifast í sumar því það stendur einnig til að ferma barnið hennar í vor, hún varð fertug í janúar og þá er barnið væntanlegt í ágúst.
Marín Manda tilkynnti að þau Hannes ættu von á barni á Facebook síðu sinni í dag.
„Hér er hamingja á bæ. Lítið gull væntanlegt í ágúst. Allir í fjölskyldunni eru himinlifandi með þetta kríli,“ skrifar Marín.
„Ég ætla að taka móðurhlutverkinu með stæl,“ segir Marín Manda í samtali við Vísi. Hún og fjölskyldan er full tilhlökkunar en fyrir á hún þrettán ára stúlku, tíu ára dreng og tólf ára stjúpson.
„Ég hef fullt af barnapíum á heimilinu núna,“ segir Marín glöð í bragði.
„Það er mikil tilhlökkun á þessu heimili og ég held að biðin verði erfiðust,“ segir Marín.
Marín Manda og Hannes Frímann eiga von á barni
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
