Hver er þinn áttaviti? Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun