Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 14:13 Trump útilokaði hvorki að hann myndi beita neitunarvaldi né að hann myndi samþykkja útgjaldafrumvörp sem flokkarnir tveir hafa náð saman um. Vísir/EPA Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40