Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 14:13 Trump útilokaði hvorki að hann myndi beita neitunarvaldi né að hann myndi samþykkja útgjaldafrumvörp sem flokkarnir tveir hafa náð saman um. Vísir/EPA Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40